We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Tendra

by Tendra

supported by
/
  • Compact Disc (CD) + Digital Album

    Let us know if you'd like your copy to be signed :)
    Amazing artwork by artist Brynja Baldursdóttir

    Includes unlimited streaming of Tendra via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    ships out within 3 days
    Purchasable with gift card

      €16 EUR or more 

     

  • Record/Vinyl + Digital Album

    Let us know if you'd like your copy singed!
    Beautiful artwork by artist Brynja Baldursdóttir!

    Includes unlimited streaming of Tendra via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    ships out within 3 days
    Purchasable with gift card

      €22 EUR or more 

     

  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

    High quality .wav tracks
    Two "radio edit" tracks
    Booklet with all lyrics in Icelandic
    Purchasable with gift card

      €8 EUR  or more

     

1.
Dúnalogn skartar ljósaögn og þögn í stíl. Hljóðlaus nótt rennur mjúkt í hlað klædd í örþunnt híalín. Hennar draumkennda dýrð á landið knýr. Nú heldur þjóð í ferðalag til draumalands. Bænir biðjum samhljóma og slíðrum vængina. Önnur mál fá að bíða morgundags.
2.
Leikur vindur um vanga, ég kynni mann, óþekktan, til sögu. Hans hús er hreint og bakið beint, hann fer vel með orð, leggur veglega á borð. Straujaður fýr - ókrumpaður glanspappír. Nú leikur vindur um vanga og hann tilbúinn, dulbúinn í daginn. Taktfast þrammar um göturnar. Líkt og glansandi satín hans nærvera leggst yfir blómin og stráin sem hneigja sig flest. Og brosið hans glitrandi blindar manns sjón. Hans yfirborð mjúkt - hans undirlag ljúft en hrjúft. En þegar heim er komið og sýningunni lokið er í bili, hann finnur nauðsynlegt andrými því á bak við hans glans liggur kjökrandi sál sem flókið og hált finnst að ræða sín mál. Hans master í feluleik kemur sér vel ef á rósum skal stíga dans - með glans.
3.
Með krít í hönd, gef innsæi lausan taum og krassa kort af földum fjársjóði. Geymir hann í kistu lífsins laun, svo nálæg en fjarlæg samtímis. Það getur hver sem er komið með. Tvö skref fram svo eitt aftur á bak; í rétta átt við höldum samt. Njótum góðs af því sem áður fannst, við höldum áfram en hrösum af og til. Þolinmæði þrautir vinnur sumar, ekki allar, mundu það. Á göngu lýstri ljósastaurum Öldugötu á, sá ég svart á hvítu hvaða leið ég stefndi á. Ég kveð þá leið og hef nýtt lífsskeið. Já, leitin verður ævintýraleg. Já, leitin okkar beggja verður ævintýraleg, það gengur miklu betur ef við bæði erum með. Leitin okkar beggja verður ævintýraleg, leitin okkar beggja verður ævintýraleg.
4.
Um leið og ég hugsa um þig þá brosi ég. Gjafir færir mér óafvitandi. Hausinn fer á flug og við eigum djúpa samræðu, jafnvel þó að ég semji báðar hliðar hennar. Ímynda mér um hvað við myndum spjalla, um tónlist, nætur, óuppfyllta drauma. Þú hefur ekki hitt mig en ég hef hitt þig, þú lifir í heila mér spilandi, rappandi, syngjandi. Ég veit að það gætu orðið vonbrigði, en ef ósk mína fæ, hitti ég þig við tækifæri. Kynntist þér hvað fyrir nokkrum vikum, braut heilann minn um líf þitt, fékk hugljómun. Mér fylgir gegnum daginn, ef þú aðeins gætir hoppað úr heila mér, við gætum búið til texta og tónlist. Jafnvel þó að það gætu orðið vonbrigði, þá óska ég mér að hitta þig við tækifæri.
5.
Hvín á hvarmi glugga, hvíldarstólnum ruggar, vindsveipur á vergangi, frostkaldur og þrár. Ákaft feykti forðum fleiri þúsund orðum, mállaust eftir stendur kvæðið tómt. Ylur um veggi læðist, óvarin gleði fæðist, flæða frjálst um herbergið fróðra manna ljóð. Hver sem heima hefur eigið athvarf getur eigin líðan sniðið, einn í kyrrð og ró. Hlustaðu, hlustaðu, heyrirðu hvar hvinurinn breytti þögn í svar. Óræð myndin málast alls staðar. Dyrunum lokar, læsir og hvæsir, kveður í kafið óhræsið. Kveðjuna kalda metur til valda: „Hver mun gjalda?“ Neitar illum öflum, beinir frá sér höndum. Sofnar fyrr en síðar hættuflóð. Varlega reynir vernda, válegum burtu benda, styrkir veggjastoðir, stendur fótum á. Ylurinn nú umvefur, meðan úti skeður, válegt norðanveður sem engan bítur á. „Farðu nú, farðu nú, fjúktu þinn veg! Saman við stöndum hér, húsið og ég! Engin á innri sál að þjást, og enginn ætti einn við þig að kljást.“
6.
7.
Ég tel þig vera skemmda, vil binda enda á það með ást og kærleika. Ég rifja upp gamlan tíma sem er liðinn hjá þar sem mér mistókst það. Við reynum nú í þriðja sinn, hver veit hvert það mun leiða? En jafnvel ef mér mistekst aftur núna, þá vil ég reyna aftur eftir það.
8.
Cheerios og kaffi sloppurinn yljar mér set plötu á fóninn mína uppáhalds með Joni. Er litið á gluggann Skikkanlegt veðurfar smá ábót á kaffið og glugga svo í blaðið. Mogginn flettist mjög vel í dag. Sný upp á hárið slæ svo á þráðinn um fréttir ég spyr hann og hvort hann vilji hittast. En hvað ef jörðin snýr sér á hvolf? Hvað þá? Læt það nú þjóta um eyrun og mála mig geri mig fína því ég á tilveruna mína.
9.
Ég sit hér ein og hugsa til þín. Ég spyr í hljóði: Situr þú líka einn? Þótt fái ekkert svar, ég svíf af stað og sest þér hjá. Nú plássið tómt mér við hlið fyllist nærveru; hlýrri nærveru. Finnur þú sömu hlýju hjá þér? Alveg kyrr – lygni aftur augunum og með aðstoð hugans leggst ég þér við hlið; lófi í lófa. Þótt samveran hverfi litlu síðar, það nægir mér.

about

Tendra's first album, released on the 6th of November 2020, is a mix of alternative pop music and jazz with the heart of the singer-songwriter.

credits

released November 6, 2020

Music and lyrics: Marína Ósk and Mikael Máni
Arrangements: Tendra
Producer: Mikael Máni Ásmundsson
Label: Smekkleysa (Bad Taste Records)

Marína Ósk: Vocals, music and lyrics, arrangements, backing vocals
Mikael Máni: Guitar, music and lyrics, arrangements, bass, piano, rhodes, hammond, percussion, vocal percussion, ukulele, effects, sampling.
Kristofer Rodriguez Svönuson: Percussion and drums in Húsið, Hendrix and Ábót á kaffið
Heiður Lára Bjarnadóttir: Cello
Recording, mix and master: Birgir Jón Birgisson

Album cover art and design: Brynja Baldursdóttir

Recorded in Sundlaugin Studio in May and June 2020.

license

all rights reserved

tags

about

Tendra Reykjavík, Iceland

Tendra’s music is a combination of alternative pop and modern singer/songwriter music while the band members’ common passion for jazz allows the music to open up for improvisation and the unexpected. The melodies showcase experimental textures at times while the storytelling-style of the Icelandic lyrics range from a “casual conversation” writing style to being poetic, picturesque and expressive ... more

contact / help

Contact Tendra

Streaming and
Download help

Report this album or account

If you like Tendra, you may also like: